Loading...
Framtíðarsýn2020-12-29T19:00:37+00:00

Bækurnar

FARSÆL SKREF Í FJÁRMÁLUM

Umsagnir

Ný bók um fjármál einstaklinga

Í bókinni Farsæl skref í fjármálum er farið yfir helstu hugtök og aðferðir til að beita við daglega fjármálastjórn, val á sparnaðarleiðum, lántöku og við að undirbúa stóru fjárhagslegu ákvarðanirnar í lífinu. Bókin er skrifuð sem kennslubók fyrir framhalds- og háskóla en getur einnig gagnast sem uppflettibók um fjármál einstaklinga. Gylfi Magnússon, prófessor í fjármálum, skrifar inngangsorð.

Bókin er sjálfstætt framhald bókarinnar Fyrstu skref í fjármálum.

Panta bók

Með því að smella á hnappinn hér að neðan er hægt að panta bók á 4.500 krónur. Pantanir verða afgreiddar og póstlagðar við fyrsta tækifæri.

Panta bókina

LÍFIÐ Á EFSTU HÆÐ

Umsagnir

Ný bók fyrir þá sem vilja undirbúa fjármál við starfslok.

Fyrir hverja:

 • Þá sem eru að byrja á eftirlaunum
 • Þá sem eiga stutt í eftirlaun
 • Þá sem eiga langt í eftirlaun

Á næstu 10 árum munu þrjátíu þúsund Íslend­ingar láta af störfum og fara á eftirlaun. Eftir 25 ár verða 20% landsmanna á eftirlaunum og eftir miðja öldina verður hlutfallið komið yfir 25%. Lífið á efstu hæð fjallar um eftirlaunasparnað og leiðir til að stuðla að góðum eftirlaunum.

 • Hvað geta einstaklingar reiknað með að fá í eftirlaun þegar þeir láta af störfum?
 • Hvað geta þeir gert ef þeir vilja stuðla að hærri eftirlaunum?
 • Og hvað á að gera þegar taka eftirlauna hefst?

Í bókinni er leitast við að svara þessum spurningum og benda á leiðir til að stuðla að góðum eftir­launum. Meðal annars er sérstök umfjöllun um hálfan lífeyri sem getur hentað einstaklingum sem vilja draga úr vinnu eða vera lengur á vinnumarkaði og þá í allt að hálfu starfi. Í bókinni eru einnig ráð um ávöxtun, erfðamál og varnir gegn tekjumissi vegna veikinda eða slysa.

Bókin er í tveimur hlutum. Í fyrri hluta hennar er samantekt á gagnlegum upplýsingum um eftirlaun, ávöxtun og atriði sem hafa áhrif á fjárhag aðstandenda við fráfall. Í seinni hluta bókarinnar eru kaflar með ráðleggingum til þeirra sem eru að byrja á eftirlaunum eða að safna fyrir eftirlaunum (eiga langt eða stutt í eftirlaun).

Panta bók

Með því að smella á hnappinn hér að neðan er hægt að panta bók á 4.500 krónur. Pantanir verða afgreiddar og póstlagðar við fyrsta tækifæri.

Panta bókina

FYRSTU SKREF Í FJÁRMÁLUM

Umsagnir

Bókin Fyrstu skref í fjármálum kom út í maí 2017. Í bókinni er að finna valið efni úr bókinni Lífið er rétt að byrja til að nota við kennslu á efsta stigi grunnskóla.

Bókin fjallar um grunnatriði í fjármálum einstaklinga og er ætluð ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref í fjármálum.

Panta bókina

LÍFIÐ ER RÉTT AÐ BYRJA

Umsagnir

Lífið er rétt að byrja kom út í janúar 2017. Bókin fjallar um grunnatriði í fjármálum einstaklinga. Bókin er skrifuð fyrir ungt fólk sem er að verða fjárráða og er að stíga sín fyrstu skref í fjármálum.

Lífið er rétt að byrja er í sex köflum og 140 blaðsíður. Bókin er skipulögð þannig að fjallað er um hvert viðfangsefni á opnu. Hver opna hefst á upptalningu á atriðum sem mælt er með að lesendur tileinki sér og einu góðu ráði sem tengist efninu. Aftast í hverjum kafla eru spurningar og verkefni sem tengjast efni þeirra.

Bókin hentar vel til kennslu í framhalds­skólum en höfundur hafði samráð við nokkra kennarara í viðskipta­fögum við gerð hennar.

Lífið er rétt að byrja er tilvalinn inngangur að bókinni Lífið er framundan eftir sama höfund sem kom út í nóvember 2015.

Panta bókina

LÍFIÐ ER FRAMUNDAN

Umsagnir

Lífið er framundan kom út í nóvember 2015 og fjallar um fjármál þeirra sem eru að hefja starfsævina og stefna að fjárhagslegu sjálfstæði.

Í bókinni eru ábendingar um

 • hvað þarf að hafa í huga þegar einstaklingar ráða sig í framtíðarstarf
 • hverju þarf að huga að áður en ungt fólk byrjar að búa
 • hvernig á að byggja upp eignir og sparnað
 • hve mikið má skulda og að hverju þarf að gæta varðandi lántökur
 • hvernig á að verja heimili fyrir persónulegum og efnahagslegum áhættum

Bókin er í sex köflum sem hver og einn fjallar um sjálfstætt viðfangsefni. Í lok hvers kafla er sögð saga af tvennum hjónum sem fóru ólíkar leiðir í fjármálum en lifðu bæði góðu lífi.

Þó að efni bókarinnar sé sniðið að ungu fólki á efni hennar erindi til allra aldurs­hópa.

Uppseld, smelltu til að panta aðrar bækur

Umsagnir

Hvað finnst fólki?

FARSÆL SKREF Í FJÁRMÁLUM

Farsæl skref í fjármálum er skrifuð fyrir fullorðna og ætti að geta nýst flestum vel, hvort sem þeir hafa grunnþekkingu á fjármálum og viðskiptum eða ekki. Bókin er kærkomin viðbót við lesefni um fjármál heimila og ekki hægt annað að vona að sem flestir lesi sér hana til gagns. Það væri líklega ein besta fjárfesting sem þeir eiga kost á!

Gylfi Magnússon, prófessor í fjármálum og forseti Viðskiptafræðideildar HÍ.

Mikil þörf hefur verið á góðu efni til kennslu og fræðslu um fjármál. Gunnar hefur unnið mikilvægt brautryðjendastarf með bókum sínum sem hafa slegið í gegn hjá nemendum, kennurum og áhugafólki um bætta fjármálafræðslu.

Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja

Gunnar fjallar á skýran og aðgengilegan hátt um þær ákvarðanir í fjármálum sem við öll þurfum að taka á lífsleiðinni – og eru einmitt lykillinn að því að skapa fjárhagslegt öryggi. Raunar er hægt er að líta á þessa bók hvort sem er; handbók eða kennslubók fyrir ungt fólk á öllum aldri.

Ásgeir Jónsson, bankastjóri Seðlabanka Íslands.

LÍFIÐ Á EFSTU HÆÐ

Það er að mörgu að hyggja fyrir eftirlaunaárin. Bókin, Lífið á efstu hæð, er hafsjór af fróðleik um efnið sett fram á auðskiljanlegan hátt. Það er aldrei of snemmt að byrja að undirbúa eftirlauna­árin.  Bókin er góður leiðarvísir til þess.

Vilborg Lofts, rekstrarstjóri Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands.

Áhugavert efni sem alla varðar, upplýsandi texti og skýringar­myndir. Bókin er vel hönnuð og hugsuð, aðgengileg og lesvæn. Höfundi er einkar lagið að fjalla um lífeyriskerfin og lífeyris­mál þannig að hver sem er hafi gagn og gleði af lestrinum.

Atli Rúnar Halldórsson, blaðamaður.

FYRSTU SKREF Í FJÁRMÁLUM

Unglingar vilja almennt hafa hlutina einfalda og það á einnig við þegar kemur að því að læra um fjármál. Þessi fallega nemendabók sem styður við bókina „Lífið er rétt að byrja“ skýrir flókna hluti á einfaldan hátt og hentar því vel til kennslu í efstu bekkjum grunnskóla.

Kristín Lúðvíksdóttir, verkefnisstjóri Fjármálavits

Skilningur og færni í fjármálum eru mikilvægt veganesti inn í lífið sem reynslan sýnir að of marga skortir. Þessi bók tekur á lykilþáttum fjármála einstaklinga með skýrum og greinargóðum hætti. Hún er mikilvægt framlag til þess að skapa skilning og leggja grunn að farsælu upphafi í fjármálum ungs fólks.

Bernhard Þór Bernhardsson, sviðsstjóri vöruþróunar og netviðskipta Arion banka

LÍFIÐ ER RÉTT AÐ BYRJA

Skemmtilega skrifuð og aðgengileg bók um fjármál einstaklinga sem mun vafalítið auðvelda ungu fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin fjármál.

Aðalheiður Ásgrímsdóttir, viðskiptafræðingur og kennari í viðskiptagreinum við Verslunarskóla Íslands

Ég er bara ánægður með ritið og tel mikinn feng að því. Veit fyrir víst að það hefur vantað námsefni á þessu sviði fyrir framhaldsskólana. Bókin er skýr og skipuleg.

Gylfi Magnússon, dósent í fjármálum

Ungt fólk er áhugasamt um fjármál. Hingað til hefur vantað almenna kennslubók í grunnatriðum fjármála. Bókin hentar vel til kennslu á framhaldsskólastigi.

Jón Ragnar Ragnarsson, framhaldsskólakennari í fjármálalæsi og þjóðhagfræði við MH

Að ná góðum tökum á fjármálum snemma á lífsleiðinni er ein besta gjöf sem hægt er að gefa sér til framtíðar. Þessa bók ættu allir að lesa áður en þeir verða fjárráða.

Kristófer Már Maronsson, hagfræðinemi og formaður Stúdentaráðs HÍ

LÍFIÐ ER FRAMUNDAN

Skilningur á fjármálum er eilíf áskorun. Lífið er fram¬undan er sérlega vandað og aðgengilegt yfirlitsrit, fræðandi og skemmtilegt. Í bókinni hjálpar Gunnar lesendum að feta einstigi fjármálanna og takast á við áskoranir sem eru oft erfiðar eins og íbúðakaup og langtímasparnað. Aukin fræðsla getur hjálpað til við slíka ákvarðanatöku. Dæmin um hjónin tvenn sem fara ólíkar leiðir í fjármálum eru áhugaverð og gera efnið enn raunverulegra.

Birna Einarsdóttir, Bankastjóri Íslandsbanka

Viðfangsefnið gæti vart verið mikilvægara. Fjármál heimilis¬ins skipta alla máli en fæstir gefa sér tíma til að horfa á þau til langs tíma. Þessi bók er gott tæki fyrir þá sem vilja gera það. Það gæti hæglega orðið besta fjárfesting þeirra á ævinni. Bók Gunnars bætir úr brýnni þörf fyrir aðgengilegt efni um þessi mál.

Gylfi Magnússon hagfræðingur, dósent í fjármálum í Viðskipta¬fræðideild Háskóla Íslands

Vísbending, vikurit um efnahagsmál, fjallaði um Lífið er framundan í 48 tbl. 2015. Hér má sjá áhugaverða tilvitnun í umsögnina og tengil á hana.

Margt er kennt í skólum en kannski síst hvernig á að lifa lífinu. Flestir þurfa að demba sér beint í djúpu laugina þegar teknar eru ákvarðanir sem hafa áhrif á allt lífið. Langflestir eru óttalegir ratar í fjármálum, einkum þegar snýr að eigin hag, þó að oft fari allt bærilega“
„Lífið er framundan er gagnleg bók fyrir fólk á öllum aldri um fjármál og þau atriði sem þeim tengjast. Hún er skrifuð á lipru máli og sett upp með aðgengilegum hætti, aðalatriði eru vel dregin fram og sagan af pörunum tveimur kemur meginhugsuninni vel til skila og léttir auk þess lesturinn. Það er óhætt að mæla með þessari bók við alla sem eiga lífið framundan!

Umsögnina í heild má finna hér

Bókin Lífið er framundan fjallar um fjármál ungs fólks og var til umræðu á fundi VÍB og Framtíðarsýnar í Norðurljósasal Hörpu. Gunnar Baldvinsson, höfundur bókarinnar, kynnti hana og tók þátt í umræðum með Birnu Olgeirsdóttur hjá VÍB, Gylfa Magnússyni, lektor og Sæunni Gísladóttur, fréttamanni hjá 365.
Hér má horfa á útgáfu fundinn á Youtube

Stuðningsefni

FYRIR KENNARA

Hér geta kennarar sem nota bækurnar í kennslu nálgast stuðningsefni (glærur, spurningar og svör, Excel skjöl) við kennsluna. Stuðningsefnið er á læstri síðu og eru kennarar beðnir um að hafa samband við Framtíðarsýn til að fá aðgangsorð.

Hafa samband

RÆÐUM SAMAN

Framtíðarsýn, Nóatúni 17, 105 Reykjavík
Kennitala:  670602-3380
Símanúmer: 511-6622
Fyrirspurnir má senda á framtiðarsyn@framtidarsyn.is eða fylla út formið hér að neðan